Sumarfrí og bjössi hvíti.

Jæja, þá er að styttast í þessu hjá okkur hér að Urðarvegi 2. 

Ég vinn minn síðasta vinnudag n.k. föstudag og er þá kominn í sumarfrí.  Við förum suður til Reykjavíkur á sunnudag og út til Tenerife á þriðjudagsmorgun og ætlum að njóta lífsins þar í tvær vikur.  Tvær vikur af sól, afslöppun, góðum mat og gleði.  Ferðina keyptum við vel fyrir áramót og hefur spennan verið að magnast með hverri vikunni sem hefur liðið.  Ég og sú yngsta, Rannveig, erum búin að skoða Tenerife á netinu og teljum okkur vita hvar við finnum þetta helsta, vatnagarða, dýragarða o.þ.h.

Ég mæti síðan aftur til vinnu þann 11. júlí, það vantar svo mannskap þar sem ég vinn, þannig að ég stytti aðeins fríið mitt.  Mun þó taka restina út í október, þá er ætlunin að fara aftur út og halda upp á fertugs afmælið mitt.  Mig langar þá að fara til Þýskalands, það var búið að nefna það við mig að ég ætti að láta verða að því að fara til Manchester og kíkja á einn leik með Man.Utd, veit ekki, konan hefur ekki áhuga á fótbolta og ég geri henni það ekki að draga hana á Old Trafford.  Ég á þó eftir að prófa að fara þangað og best er að gera það með félögum sem hafa gaman af bolta.

Í dag gerðist sá einkennilegi atburður að hvítabjörn kom á land fyrir norðan.  Ætla ekki að leggja mat á aðgerðir yfirvalda þar.  Tel að sú ákvörðum um að fella dýrið hafi verið tekin af vel athuguðu máli.  Svona ákvarðanir eru ekki teknar út í loftið, en þó leiðinlegt. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell L. Þorkelsson

Höfundur

Þorkell L. Þorkelsson
Þorkell L. Þorkelsson
Hef áhuga á því helsta, þann daginn.  Bý á Ísafirði, er Reykvíkingur en bjó í Mosfellssveit til margra ára.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...dsc00519

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 257

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband